Nýr matseðill
Matseðill aprílmánaðar er kominn á heimasíðuna.
Flottur hópur í góðverkum
Fimmtudaginn 14. mars héldu nemendur í 7. MK Vallaskóla til HSu vopnuð plasthönskum, plastpokum og kústum. Tilgangurinn var að gera góðverk sem fólst í að tína upp rusl í kringum stofnunina.
Lokabaráttan í KVEIKTU
Þá er lokið annarri umferð í spurningakeppninni KVEIKTU. Eftir standa tvö lið; 9. RS og 10. MA. Þá er lokabaráttan ein eftir og verður hún fimmtudaginn 21. mars í 4. og 5. tíma (hefst klukkan 10:30) – í Austurrými Vallaskóla.
Eitísþema
NEVA stendur fyrir 80´s þema föstudaginn 15. mars. Þá er um að gera fyrir nemendur að róta í fataskápum foreldrana og finna einhverjar bitastæðar flíkur til að klæðast í tilefni dagsins, og auðvitað þurfa svo starfsmenn að þurrka rykið af gömlu grifflunum, leðurbindinu, glansgallanum og netabolnum.
Árshátíð 1. bekkjar
Hefst kl. 18.30 í Austurrými Vallaskóla.