Farsæld barna

Farsæld barna felur í sér að tryggja aðstæður sem skapa barni skilyrði til að ná líkamlegum, sálrænum, vitsmunalegum, siðferðilegum og félagslegum þroska og heilsu á eigin forsendum til framtíðar samkvæmt nýrri löggjöf um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.

Meginmarkmið laganna er að börn og foreldrar sem á þurfa að halda hafi aðgang að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana. Samþætt þjónusta er skipulögð og samfelld þjónusta sem hefur það að markmiði að stuðla að farsæld barns og er veitt af þeim þjónustuveitendum sem eru best til þess fallnir að mæta þörfum barns hverju sinni.

Farsæld_barns-removebg-preview

Tengiliður

Foreldrar og börn í Árborg hafa aðgang að tengilið í leik- og grunnskólum sveitarfélagsins.

Tengiliðir í Vallaskóla eru:

Sigruborg Kjartansdóttir | deildarstjóri stoðþjónustu
sigurborg@vallaskoli.is

Guðrún Jóhannsdóttir | Deildarstjóri yngsta stigs
gudrun.johanns@vallaskoli.is

Guðmundur Sigmarsson | Deildarstjóri elsta stigs
gudsig@vallaskoli.is

Tengiliður hefur hagsmuni barns að leiðarljósi í samstarfi og samráði við foreldra og barn.

Hlutverk tengiliðar er að:

  • Veita upplýsingar um þjónustu í þágu farsældar barns.
  • Aðstoða við að tryggja aðgang að frummati á þörfum barns.
  • Skipuleggja og fylgja eftir samþættingu fyrsta stigs þjónustu í þágu farsældar barns.
  • Koma upplýsingum til sveitarfélags um þörf fyrir tilnefningu málstjóra þjónustu í þágu farsældar barns.
  • Taka þátt í starfi stuðningsteymis eftir því sem við á.

Stigskiptin farsældar þjónustu

farsæld stig þjónustu

Á fyrsta stigi er grunnþjónusta sem er aðgengileg öllum börnum og áhersla lögð á snemmtækan stuðning á markvissan hátt.

Á öðru stigi er veittur einstaklingsbundinn og markvissari stuðningur í samræmi við faglegt mat og/eða frumgreiningu á þörfum barns á grundvelli stuðningsáætlunar.

Á þriðja stigi  er veittur einstaklingsbundinn og sérhæfðari stuðningur í samræmi við sérhæft og ítarlegt mat og/eða greiningu á þörfum barns á grundvelli stuðningsáætlunar.