Námsgögn

Skólinn sér nemendum fyrir námsbókum. Grunnbækur fá nemendur lánaðar en verkefnabækur ýmis konar fá nemendur til eignar.

Mikilvægt er að vel sé með námsbækur farið. Grunnbækurnar þurfa að endast í nokkur ár, þannig að vera þeirra í töskum nemenda má ekki valda því að þær verði svartar og sóðalegar á stuttum tíma.

Góð meðferð á námsbókum er mikilvæg svo að skólinn geti keypt inn nýtt námsefni og endurnýjað bókakost sinn með eðlilegum hætti. Vert er að benda á að illa umbúið nesti, lausir litir, tunnuyddarar o.fl. hafa eyðilagt margar bækur. Foreldrar eru því beðnir að sjá til þess að vel sé um slíka hluti búið, þannig að þeir skemmi ekki út frá sér.

Týni nemandi eða skemmi bók þarf hann að öllu jöfnu að greiða fyrir nýja.