Mötuneyti

logo

Yfirmatráður: Inga Guðlaug Jónsdóttir
ingag@vallaskoli.is

 

Mötuneyti skólans þjónar nemendum og starfsmönnum skólans. Stórt og velbúið eldhús mötuneytisins er staðsett á Sólvöllum og eru skólamáltíðir fyrir allan skólann eldaðar þar.

Einnig eldaði starfsfólk mötuneytisins í Vallaskóla allar skólamáltíðir fyrir Barnaskólann á Eyrabakka Stokkseyri. Því var hætt skólaárið 2010-2011 þegar BES fékk sitt eigið mötuneyti á Stokkseyri.

Nemendur matast í borðsal skólans á Sólvöllum. Mötuneyti nemenda á Sólvöllum, sem er með sæti fyrir um 120 nemendur, er opið á morgnana í löngufrímínútum kl. 9:30-9:50/10.10-10.30 og í hádegishléum nemenda á tímabilinu 11.30-12.00/11.50-12.20/12:40-13:10.

Í matsalnum eru samlokugrill og örbylgjuofnar sem nemendur hafa aðgang að.

Til viðbótar við máltíð dagsins hafa nemendur aðgengi að vel útbúnum salatbar. Þar er meðal annars hægt að fá sér:

Ananas, appelsínur, bananar ,blómkál, brauðteningar, broccolí, dressing, epli, fetaostur, gular baunir, gulrætur, gul-melóna, grænar baunir, hnúðkál, kjúklingabaunir, kúskús, kínóa, laukur, nýrnabaunir, ólífur, paprika, rauðkál, rófur, salat, súrar-gúrkur, svartar baunir, tómatar, perur, þurrkaðir tómatar.

Nemendur velja sér það sem þau vilja í hvert skipti á diskinn sinn.

Starfsfólk skólans er við gæslu í mötuneytinu og leggur skólinn áherslu á að nemendur hafi í heiðri almenna borðsiði og sýni prúðmannlega framkomu. Foreldrar eru beðnir um að brýna fyrir börnum sínum að ganga vel um mötuneyti og ganga skólans. Slæm umgengni getur útilokað viðkomandi nemendur frá afgreiðslu.

Skráning í mötuneyti

Pöntun skólamáltíðar þarf að gera með rafrænum hætti. Rafrænt þjónustutorg er á heimasíðu Sveitarfélagsins Árborgar og kallast Mín Árborg. Þjónustuver sveitarfélagsins veitir upplýsingar um notkun rafræns þjónustutorgs. Sími: 480 1900. Einnig er möguleiki á að senda pöntun með tölvupósti beint til skólans. Þá þarf að tiltaka fullt nafn nemenda, kennitölur þeirra og einnig fullt nafn foreldra og kennitölu þeirra.

Sé ekki möguleiki á að senda pöntun á skólamáltíðum með rafrænum hætti skal koma henni skriflega til viðkomandi skóla.

Skráningareyðublað er tiltækt á forsíðunni undir ,,Eyðublöð“.

Við pöntun á skólamáltíðum er nauðsynlegt að tilkynna viðkomandi skóla ef um er að ræða þörf á sérfæði vegna sjúkdóma s.s. ofnæmis, sykursýki o.fl. Ef þörf er á sérfæði þarf læknisvottorð að fylgja sem staðfestir slíkt. Nemendur á Sólvöllum fá úthlutaða þriggja stafa tölu sem þeir nota til þess að fá afgreiðslu í mötuneytinu – afgreiðslan fer fram með rafrænum hætti. Þessa tölu þurfa nemendur annaðhvort að muna eða hafa með sér. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu skólans í síma 480 5800.

Gjaldskrá fyrir fæði í grunnskólum Árborgar

Reglur Sveitafélarfélagsins Árborgar um skólamáltíðir

Matur í boði fyrir alla nemendur
Skólamáltíðir standa öllum grunnskólanemendum, sem stunda nám í 1.–10. bekk í grunnskólum Árborgar. Lögð er áhersla á hollan mat samkvæmt leiðbeiningum landlæknis.

Hvernig er sótt um þjónustuna?
Pöntun skólamáltíðar skal gerð með rafrænum hætti í gegnum Mín Árborg  sem hægt er að nálgast á Árborgarvefnum, www.arborg.is .

Fyrirkomulag mataráskrifta

Mataráskrift heldur áfram næsta skólaár nema henni sé sagt upp. Tilkynnt er  um uppsögn á áskrift á Mín Árborg. Ef barn skiptir um skóla er mataráskrift sagt upp í skóla sem hætt er í og sótt er um í nýjum skóla.

Greiðslufyrirkomulag
Uppgjör skólamáltíða fer fram mánaðarlega í gegnum heimabanka, eftirá . Upplýsingar um verð koma fram í gjaldskrá skólamáltíða, sem er að finna á Árborgarvefnum, www.arborg.is .

Ef dráttur verður á greiðslu
Hafi greiðsla fyrir skólamáltíð ekki borist á eindaga sendir sveitarfélagið greiðanda aðvörun. Hafi vanskil staðið í þrjá mánuði frá eindaga að telja fer krafan í innheimtu

Hvenær tekur umsókn ekki gildi?
Umsókn um skólamáltíð tekur ekki gildi ef foreldrar/forráðamenn eru í vanskilum vegna gjalda í frístundaheimili og/eða  vegna skólamáltíða. Séu umrædd gjöld í vanskilum í upphafi skólaárs tekur umsókn ekki gildi og nemandi á ekki rétt á skólamáltíð fyrr en krafan hefur verið greidd. Ef fólk á í greiðsluerfiðleikum er hægt að snúa sér til fjármálasviðs sveitarfélagsins til að semja um greiðslufyrirkomulag.

 

Samþykkt á 25. fundi fræðslunefndar Árborgar 9. september 2020.    Samþykkt á 25. fundi bæjarstjórnar Árborgar 16. september 2020. 

Stefna mötuneytis

Við matseðlagerð, hráefnisval, matreiðslu og framreiðslu er haft að leiðarljósi að maturinn sé hollur og næringarríkur, sé lystugur og henti börnunum. Við skipulag eru leiðbeiningar í Handbók fyrir skólamötuneyti sem gefin var út af Lýðheilsustöð, hafðar til hliðsjónar í samvinnu við næringarráðgjafa.

Lögð er áhersla á fjölbreytni við matseðlagerð, að orku- og næringargildi einstakra máltíða sé hæfilegt og takmörkun á salti og harðri fitu. Fiskur er a.m.k. vikulega á matseðli og grænmeti og ávextir eru daglega í boði. Við skömmtun eru börnin hvött til að smakka á mat sem þeim er framandi með áherslu á að draga úr matvendni og einhæfni.

Unnið eftir ráðgjöf og leiðsögn Borghildar Sigurbergsdóttur næringarfræðings.