Innritunarreglur
1. gr.
Öllum börnum, að jafnaði á aldrinum 6-16 ára, er skylt að sækja grunnskóla skv. lögum um grunnskóla nr. 91/2008. Skólaskyld börn sem eiga lögheimili í Sveitarfélaginu Árborg eiga rétt á skólavist eftir því sem nánar segir til um í reglum þessum. Það á einnig við börn sem er ráðstafað til fósturforeldra eftir nánara samkomulagi.
Frá og með hausti 2021 verða starfræktir fjórir grunnskólar í Sveitarfélaginu Árborg,
Vallaskóli, Sunnulækjarskóli, Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri og Stekkjaskóli sem verður stofnaður haustið 2021. Hver grunnskóli tilheyrir ákveðnu skólahverfi sem nánar er skilgreint í 2. gr. Allir nemendur sem eiga lögheimili innan skólahverfis tiltekins grunnskóla eiga sjálfkrafa rétt á skólavist í viðkomandi skóla.
2. gr.
Vallaskóli.
Hverfi Vallaskóla afmarkast af:
- öllum svæðum norðan Fossvegar (norðan Móavegar)
- Fossheiðar
- Grashaga
- Háengis
- Álftarima
- Langholts.
Eftirtaldar götur, svæði og bæir tilheyra upptökusvæði Vallaskóla:
Austurmýri | Fossvegur 2, 4, 6 | Jórutún | Seljavegur |
Austurvegur | Furugrund | Kirkjuvegur | Sigtún |
Álftarimi (oddatölur) | Grashagi 1a,b,c og 2,4...12 | Kringlumýri | Skólavellir |
Árbakki | Grenigrund | Langamýri | Sléttuvegur |
Árbæjarvegur vestri | Grænamörk | Langholt | Smáratún |
Ártún | Grænuvellir | Larsenstræti | Sóltún |
Árvegur | Hafnartún | Laugardælavegur | Sólvellir |
Bankavegur | Háengi (sléttar tölur) | Laxabakki | Stekkholt |
Birkigrund | Heiðarvegur | Lyngheiði | Suðurlandsvegur |
Birkivellir | Heiðmörk | Lækjarbakki | Suðurtröð |
Bæjartröð | Hellismýri | Mánavegur | Sunnuvegur |
Engjavegur | Hellisskógur | Merkiland | Tryggvagata |
Eyrarbakkavegur | Hellubakki | Miðtún | Tröð |
Eyravegur 2-38 | Hjarðarholt | Norðurtröð | Tunguvegur |
Fagramýri | Hlaðavellir | Rauðholt | Vallartröð |
Fagurgerði | Hrísholt | Reynivellir | Vallholt |
Fossheiði 1-62 | Hrísmýri | Réttarholt | Víðivellir |
Fossnes | Hörðuvellir | Selfossbæir | Þóristún |
Fosstún | Jaðar | Selfossvegur | Þórsmörk |
Sunnulækjarskóli.
Hverfi Sunnulækjarskóla afmarkast af:
- Háengi, Álftarima og Langholti í norðri
- Starengi, Dælengi, Lágengi, Norðurhólum, Álfhólum, Dverghólum og Tröllhólum í vestri
- Suðurhólum í suðri
- Austurhólum í austri
Eftirtaldar götur, svæði og bæir tilheyra upptökusvæði Sunnulækjarskóla:
Aðaltjörn | Fagraland | Kelduland | Snæland |
Akraland | Fífutjörn | Langholt | Spóarimi |
Álfaland | Folaldahólar | Lágengi | Starengi |
Álfhólar | Gauksrimi | Lóurimi | Stekkjarland |
Álftarimi (sléttar tölur) | Gráhella | Miðengi | Suðurengi |
Ástjörn | Grundarland | Móhella | Suðurhólar |
Bakkatjörn | Grundartjörn | Móland | Tjaldhólar |
Baugstjörn | Háengi (oddatölur) | Mýrarland | Tryggvagata (fyrir neðan Norðurhóla) |
Bjarmaland | Hólatjörn | Nauthólar | Tröllhólar |
Dverghólar | Hrafnhólar | Norðurhólar | Urðartjörn |
Dælengi | Hraunhella | Seftjörn | Vallarland |
Engjaland | Hrauntjörn | Seljaland | Vörðuland |
Erlurimi | Hulduland | Sílatjörn | Þrastarimi |
Fagrahella | Kálfhólar | Smáraland |
Stekkjaskóli
Hverfi nýs skóla afmarkast af:
- Fossheiði og Grashaga í norðri
- Kjarrmóa, Starmóa, Bleikjulæk, Eyrarlæk, Sílalæk, Þúfulæk, Urriðalæk og Laxalæk í vestri
- Stekkjahverfi (Björkurstykki) í suðri
- Kjarrhólum, Grafhólum, Birkihólum, Lambhaga, Laufhaga og Reyrhaga í austri
- Nemendur sem búa í hinum gamla Sandvíkurhreppi og þ.m.t. Tjarnarbyggð fara einnig í Stekkjaskóla
Akurhólar | Grashagi 3a,b,c, 5, 7, 9, 11, 13-24 | Móavegur |
Álalækur | Hagalækur | Móstekkur |
Berghólar | Heiðarstekkur | Nauthagi |
Birkihólar | Heimahagi | Norðurhólar |
Bjarkarstekkur | Hellishólar | Reyrhagi |
Bleikjulækur | Hraunhólar | Sílalækur |
Dranghólar | Kerhólar | Starmói |
Eyrarbakkavegur | Kjarrhólar | Suðurhólar |
Eyrarlækur | Kjarrmói | Tjarnarmói |
Eyravegur 46, 48, 50 | Lambhagi | Urðarmói |
Fífumói | Laufhagi | Urðarstekkur |
Flugvöllur | Laxalækur | Urriðalækur |
Fossvegur 8-10 | Lágheiði | Úthagi |
Gagnheiði | Lyngmói | Vesturhólar |
Grafhólar | Melhólar | Þúfulækur |
Haustið 2021 fara allir nemendur 1. bekkjar sem búa í skólahverfi Stekkjaskóla í
Stekkjaskóla. Það á einnig við nemendur fædda 2012-2014 (2.-4. bekk) sem búa í
skólahverfinu og eru skráðir í Sunnulækjarskóla eða Vallaskóla skólaárið 2020-2021
Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri.
Eftirtaldar götur, svæði og bæir tilheyra skólahverfi Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri:
Álfsstétt, Bakarísstígur, Búðarstígur, Dvergasteinar; Eyrargata, Háeyrarvegur, Háeyrarvellir, Hjalladæl, Hjallavegur, Hulduhóll, Merkisteinsvellir, Mundakot, Nesbrú, Ólafsvellir, Sólvellir Eyrabakka, Túngata, Þykkvaflöt, Blómsturvellir, Bæir við Stokkseyri, Eyjasel, Eyrarbraut, Hafnargata, Hásteinsvegur, Heiðarbrún, Íragerði, Sandgerði, Stjörnusteinar, Stokkseyri, stök hús, Strandgata, Tjarnarstígur og bæir í fyrrum Eyrarbakka- og Stokkseyrarhreppi.
3. gr.
Heimilt er að veita undanþágu frá reglum þessum sem hér segir:
a) Heimilt er að veita nemanda skólavist í grunnskóla utan þess skólahverfis sem hann á lögheimili í. Umsókn, á þar til gerðu umsóknareyðublaðinu beiðni um flutning milli grunnskóla, sem er á arborg.is, skal beint til skólaþjónustu, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi. Afgreiðsla umsókna er í samræmi við reglur þessar
b) Ef nemandi flytur lögheimili milli skólahverfa er ekki gerð krafa um að hann flytji í annan skóla
4. gr.
Synja skal beiðni samkvæmt a í 3. gr.:
a) Þegar sýnt er að að nægilegt húsrými er ekki til staðar fyrir fleiri nemendur en þá sem eiga sjálfkrafa skólavist
b) Þegar sýnt er að flutningur nemenda á milli skóla leiði til fjölgunar hópa/bekkja í viðkomandi árgangi
5. gr.
Reglur þessar skal endurskoða eigi síðar en í febrúar ár hvert. Reglur þessar öðlast þegar gildi við staðfestingu bæjarstjórnar Árborgar.
Reglur þessar eru settar með vísan í 18. gr. grunnskólalaga, nr. 91/2008.
Samþykkt í fræðslunefnd 9. september 2020
Samþykkt í bæjarstjórn Árborgar 16. september 2020.