Eitísþema

NEVA stendur fyrir 80´s þema föstudaginn 15. mars. Þá er um að gera fyrir nemendur að róta í fataskápum foreldrana og finna einhverjar bitastæðar flíkur til að klæðast í tilefni dagsins, og auðvitað þurfa svo starfsmenn að þurrka rykið af gömlu grifflunum, leðurbindinu, glansgallanum og netabolnum.