Lokabaráttan í KVEIKTU

Þá er lokið annarri umferð í spurningakeppninni KVEIKTU. Eftir standa tvö lið; 9. RS og 10. MA. Þá er lokabaráttan ein eftir og verður hún fimmtudaginn 21. mars í 4. og 5. tíma (hefst klukkan 10:30) – í Austurrými Vallaskóla. Allir nemendur 8., 9. og tíundubekkja er heimilt að vera viðstaddir lokakeppnina, en minnt er á að hegðun verður að vera með allra besta móti. Keppnin hefur farið vel fram, þökk sé stuðningur og skilningur bæði kennara, stjórnenda, annars starfsfólks og nemenda. Við erum stolt af þessari keppni, sem segja má að sé orðin hefð við skólann, enda fer hún nú fram í 6. skipti.