Bókasafn

bokasafn-2

Safnvörður: Linda Björg Perludóttir
lindab@vallaskoli.is
Á skólatíma

Staðsetning

Aðalsafnið er í 240fm húsnæði á Sólvöllum, miðsvæðis í skólanum. Rýmið er sérstaklega hannað sem safnhúsnæði og var tekið í notkun haustið 2002. Það er bjart og aðlaðandi og vel búið húsgögnum. Tölvuver er staðsett við hliðina á safninu.
Í Sandvík var lengi vel útibú frá safninu í einni kennslustofu. Það sinnti þörfum yngstu nemendanna í 1.-4. bekk.

Hlutverk

Skólasafninu er ætlað að vera miðstöð upplýsinga, þekkingar og menningar innan skólans. Það er eitt af meginhjálpartækjunum í skólastarfinu við að stuðla að upplýsinga- og menningarlæsi nemenda, jafnframt því að hvetja þá til lesturs sér til gagns og gamans.

Safnkostur

Á safninu er ágætur safnkostur til staðar. Má þar finna fræðibækur, skáldrit, bekkjarsett af skáldsögum, kennarahandbækur, tímarit, kennsluforrit, hljóðbækur o.fl.
Allur safnakostur safnsins er skráður í bókasafnskerfið Gegni, sem er miðlægt skráningarkerfi íslenskra bókasafna.

Kennsla

Á safninu fer fram kennsla í upplýsingamennt. Nánari skýringar er að finna í námskrá einstakra árganga.
Að hausti er sett upp stundaskrá safnsins þar sem fram kemur hvenær þar fer fram kennsla í upplýsingamennt.

Útlán

Nemendum og starfsfólki skólans er heimilt að fá lánaðar bækur á safninu. Nemendur geta fengið lánaðar tvær bækur í senn, eina til að lesa í skólanum og aðra til að lesa heima. Útlánatími er 30 dagar og hægt að endurnýja útlán ef nemandi hefur ekki lokið við bók á þeim tíma. Fræðibækur eru aðeins til útláns innan skólans.