ART

Aðalhlutverk ART-þjálfunar er að þjálfa nemendur í sjálfsstjórn. ART byggir á þremur þjálfunaraðferðum. Félagsfærniþjálfun, þjálfun í reiðistjórnun og þjálfun í að takast á við siðferðilegar klemmur.

ART stendur fyrir Aggression Replacement Training og er fastmótað uppeldisfræðilegt þjálfunarmódel sem hefur það að markmiði að fyrirbyggja óæskilega hegðun og kenna aðrar leiðir til að leysa samskipta-, tilfinninga- og hegðunarvanda. Módelið er byggt á ýmsum stefnum og straumum úr sálfræði til dæmis atferlismótun. ART var þróað í Bandaríkjunum af Arnold P. Goldstein, Barry Glick og John C. Gibbs.

Í ART er félgsfærni, sjálfsstjórn og siðferðisvitund þátttakenda þjálfuð. Með því að vinna með þessa þrjá þætti samhliða næst betri og varanlegri árangur heldur en ef aðeins væri unnið með einn þátt í einu. Þessir þættir eru meðal annars þjálfaðir með sýnikennslu, hlutverkaleik, jákvæðri styrkingu, æfingum og umræðum.

Art starf í skólanum

Aðalhlutverk ART-þjálfunar er að þjálfa nemendur í sjálfsstjórn. ART byggir á þremur þjálfunaraðferðum. Félagsfærniþjálfun, þjálfun í reiðistjórnun og þjálfun í að takast á við siðferðilegar klemmur.

Í Vallaskóla hefur hóp-ART verið við líði í nokkur ár. Yfirleitt er hver ART-þjálfunarhópur 6-8 manna og tekur þjálfunin 12 vikur. Þjálfarar hópsins eru að jafnaði tveir. Að þjálfun lokinni eru meðlimir hópsins útskrifaðir en þeim jafnframt fylgt eftir í nokkra mánuði. Allt það sem fer fram í ART-þjálfuninni er trúnaðarmál milli meðlima hópsins og þjálfara.

Fjölskyldu-ART er einnig meðferðarúrræði sem er stundað í samstarfi við ART-teymið á Suðurlandi, bæði sem skólaúrræði eða barnaverndarúrræði. Sjá einnig heimasíðu teymisins hér.