Flottur hópur í góðverkum

Fimmtudaginn 14. mars héldu nemendur í 7. MK Vallaskóla til HSu vopnuð plasthönskum, plastpokum og kústum. Tilgangurinn var að gera góðverk sem fólst í að tína upp rusl í kringum stofnunina. Krakkarnir stóðu sig afar vel og tíndu upp mikið af rusli og blöskraði þeim fjöldi sígarettustubba sem lág á víð og dreif. Magnús Hlynur fréttamaður Stöðvar tvö kom að sjálfsögðu á staðinn og myndaði nemendur bak og fyrir og hrósaði þeim fyrir framtakið. Að launum sungu þeir lag við frumsaminn texta um skaðsemi reykinga.

[fusion_builder_container hundred_percent=“yes“ overflow=“visible“][fusion_builder_row][fusion_builder_column type=“1_1″ background_position=“left top“ background_color=““ border_size=““ border_color=““ border_style=“solid“ spacing=“yes“ background_image=““ background_repeat=“no-repeat“ padding=““ margin_top=“0px“ margin_bottom=“0px“ class=““ id=““ animation_type=““ animation_speed=“0.3″ animation_direction=“left“ hide_on_mobile=“no“ center_content=“no“ min_height=“none“]

Mynd: Vallaskóli 2013
Mynd: Vallaskóli 2013
[/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]