thorvaldur

Skólahald fellur niður mánudaginn 7. febrúar vegna veðurs

(Eftirfarandi tilkynning var send í mentorpósti til forráðamanna): Ágætu foreldrar og forráðamenn Rauð veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir Suðurland á morgun, mánudaginn 7. febrúar. Vegna þess hefur verið ákveðið í samráði við Almannavarnir að grunnskólastarf í Sveitarfélaginu Árborg falli niður á morgun. Kveðja.Starfsfólk Vallaskóla

Matseðill fyrir janúar 2022

Hér má sjá matseðil janúarmánaðar 2022. Í augnablikinu er ekki hægt að skrá inn það sem er á boðstólnum fyrir hvern dag undir ,,Matseðill vikunnar“ en því verður kippt í liðinn síðar í mánuðinum.

Laus staða umsjónarkennara í 4. árgangi

Komdu að vinna með okkur! Vallaskóli – Sveitarfélaginu Árborg, laus staða fyrir skólaárið 2021-2022 ● Umsjónarkennari í 4. árgangi, 100% staða. Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi með mikla hæfni í mannlegum samskiptum, góða skipulagshæfileika, góða íslenskukunnáttu og brennandi áhuga á grunnskólastarfi. Reynsla af teymisvinnu er mikilvægur eiginleiki. Umsækjandi þarf að hafa leyfisbréf grunnskólakennara.