Gleðilegt nýtt ár – foreldrabréf

Þetta bréf var sent í mentortölvupósti til foreldra (4.1.2022)

 Jólaleyfið hefur nú runnið sitt skeið og dagleg rútína hefur tekið við, utan truflana af Covid-19 að sjálfsögðu.

Við bregðumst nú við því frá degi til dags. Sem stendur fer skólastarf fram án truflana. En kíkjum aðeins á það sem framundan er:

  • Fimmtudagurinn 6. janúar: SKERTUR DAGUR, stöðufundir árganga. Kennslu hætt kl. 10:30. Nemendur í 5.-10. bekk sendir heim. Nemendur í 1.-4. bekk eru í skólanum til 12:40. Þá er hádegismatur og frístund fyrir þá sem þar eru skráðir.
  • Föstudagurinn 14. janúar: Fyrri önn lýkur.
  • Mánudagurinn 17. janúar: Seinni önn hefst.
  • Föstudagurinn 21. janúar: Bóndagurinn. Þá er nú um að gera að mæta í skólann í lopafatnaði.
  • Föstudagurinn 21. janúar: Árshátíð unglingastigs. FRESTAÐ v. C-19. Nýr dagur verður ákveðinn við fyrsta mögulega tækifæri.
  • Mánudagurinn 31. janúar: 100 daga hátíðin á yngsta stigi (sjá nánar í vikubréfum umsjónarkennara þegar nær dregur).
  • Fimmtudagurinn 3. febrúar: Starfsdagur. Nemendur í fríi.
  • Föstudagurinn 4. febrúar: Foreldraviðtöl (sjá nánar í vikubréfum umsjónarkennara þegar nær dregur).

Tækjalaus svæði

Við viljum minna á gildandi takmarkanir á notkun tækja í skólanum, þá sér í lagi farsíma á tækjalausum svæðum. Á Sólvöllum eru það vesturgangur, aðalanddyri, miðgangur og mötuneytið. Stöndum saman um virða þessar einföldu og sjálfsögðu reglur! Sjá betur í starfsáætlun skólans (bls. 14) https://vallaskoli.is/skolinn/starfsaaetlun/ .

Vetrarsól

Þó sól hækki á lofti þá er enn vetrarmyrkur. Vert að benda á mikilvægi þess að fara varlega í umferðinni og nota endurskinsmerki. Eins að haga fatnaði eftir veðri.

Með kærri kveðju.

Starfsfólk Vallaskóla