Dagskrá litlu-jóla, þriðjudaginn 20. desember 2022

Litlu-jólin verða haldin hátíðleg í öllum árgöngum þriðjudaginn 20. desember frá kl. 9:30 – 10:45. Athugið að um er að ræða skertan skóladag á skóladagatali. Tilkynna þarf forföll til ritara eða umsjónarkennara.

  • Yngsta stig (1.-4. árgangur): Nemendur mæta í íþróttasal Vallaskóla og gengið er inn um aðalanddyri skólans. Helgileikur og jólaball. Von er á rauðklæddum körlum með mandarínur í poka. Foreldrar eru velkomnir.
  • Miðstig (5.-7. árgangur): Nemendur mæta í umsjónarstofur sínar. Stofujól í umsjón umsjónarkennara og stuðningsfulltrúa.
  • Efsta stig (8.-10. árgangur): Nemendur mæta í austurrými. Kaffihúsastemning í umsjón umsjónarkennara og stuðningsfulltrúa. Boðið verður upp á vöfflur með rjóma, kakó og notalegheit. Nemendur mega koma með sparinesti.

Dagskrá lýkur um kl. 11 og þá eru nemendur komnir í jólaleyfi.

Frístundaheimilið Bifröst er opið fyrir þá sem eiga pantað bæði fyrir og eftir dagskrá litlu-jólanna.

Nemendur mæta aftur eftir að jólaleyfi lýkur þriðjudaginn 3. janúar 2023. Kennt verður samkvæmt stundaskrá. Vakin er athygli á því að mánudaginn 2. janúar 2023 er starfsdagur.

Með jólakveðju.

Starfsfólk Vallaskóla.