Dagarnir 23. maí – 6. júní
Hér á heimasíðunni er nú hægt að nálgast upplýsingar um starfið í yngri og eldri deild síðustu dagana skólaárið 2010-2011. Vinsamlegast smellið á þennan hlekk.
Sundkennsla 23.-27. maí
Í næstu viku 23.- 27. maí verður sundlaugin lokuð v/viðgerða.
Nemendur 5.- 10.bekkjar eiga að mæta í sundtímana í aðalanddyri skólans þar sem íþróttakennarar taka á móti þeim.
Íþróttakennarar í Vallaskóla.
5. bekkur og gróðursetningarferð
Gróðursetningarferð 5. bekkjar sem fyrirhuguð var á morgun, þriðjudaginn 24. maí, verður frestað um óákveðinn tíma vegna öskufallsins. Það er því hefðbundinn skóladagur hjá 5. bekk á morgun, þriðjudag.
Skólahald og öskufall
Í ljósi eldgossins í Grímsvötnum er gott að rifja upp verklagsreglur fræðslunefndar Sv. Árborgar um viðbrögð við öskufalli og áhrif þess á skólhald.
Starfskynning í 10. bekk
Sjá nánar hér. Nemendur fá í hendur sérstaka vinnumöppu með sömu gögnum til að vinna með í starfskynningunni.