List og lyst
Nýlega héldu nemendur í 9. bekkjar matreiðsluvali nokkurs konar hönnunarveislu þar sem viðfangsefnið var að elda hollan og góðan mat sem væri listilega framreiddur.
Árshátíð í 1. bekk
Hefst kl. 18.00 og fer fram í Austurrými Vallaskóla. Sjá annars upplýsingar frá umsjónarkennurum.
Starfskynningar í 10. bekk
Starfskynningar í 10. bekk Starfskynningar í 10. bekk hefjast í dag. Þær standa yfir í þrjá daga, þ.e. til og með 23. mars.Nemendur hafa nú þegar fengið allar upplýsingar. Hægt er að nálgast vinnugögn hér á heimasíðunni undir ,,Eyðublöð“, þurfi einhver á því að halda.
Tóbaksvarnir – fræðsla
Í dag fengu nemendur í 7. og 9. bekk fræðslu um tóbaksvarnir. Það var Jóhanna S. Kristjánsdóttir hjá Lýðheilsustöð sem stóð fyrir fræðslunni.
Vallaskóli kominn í undanúrslit!
Spurningalið Vallaskóla, skipað þeim Halldóru Írisi, Hrafnhildi og Guðrúnu í 10. GG, hafa tryggt sér sæti í undanúrslitum Spurningakeppni Grunnskólanna með 17-13 sigri á Egilsstöðum í 8 liða úrslitum. Keppnin fór fram núna í kvöld.