Vallaskóli kominn í undanúrslit!

Spurningalið Vallaskóla, skipað þeim Halldóru Írisi, Hrafnhildi og Guðrúnu í 10. GG, hafa tryggt sér sæti í undanúrslitum Spurningakeppni Grunnskólanna með 17-13 sigri á Egilsstöðum í 8 liða úrslitum. Keppnin fór fram núna í kvöld.

Við mætum svo Dalvík í undanúrslitum eftir páska.
Þetta er frábær árangur og við óskum stelpunum alls hins besta í úrslitahrinunni.