Vetrarönn hefst
Vetrarönn hefst 14. nóvember skv. stundaskrá.
Foreldraviðtöl
Í dag, þriðjudaginn 13. nóvember, er komið að foreldraviðtölum á haustönn. Nemendur og forráðamenn þeirra mæta til viðtals hjá umsjónarkennara. Umsjónarkennarar gefa út lista yfir tímasetningar viðtala. Ath. að ferðanefnd 10. bekkjar verður með veitingasölu í dag. Vinsamlega styrkið útskriftarnemana okkar og væntanlegt útskriftarferðalag þeirra í vor.
Starfsdagur
Mánudaginn 12. nóvember er starfsdagur í Vallaskóla. Verið er að undirbúa annaskipti. Frí hjá nemendum í dag.
Breytingar á skóladagatali
Þau mistök urðu að röng dagsetning varð á vetrarleyfi eftir áramót í Vallaskóla við birtingu skóladagatalsins. Vetrarleyfið eftir áramót verður mánudaginn 25. febrúar og þriðjudaginn 26. febrúar en ekki 28. febrúar og 1. mars eins og því miður misritaðist. Þetta leiðréttist hér með um leið og beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Búið er að …
Munum kaffisöluna hjá 10. bekk 13. nóvember
Þriðjudaginn 13. nóvember, á foreldradaginn, standa nemendur 10. bekkjar fyrir veitingasölu í Vallaskóla. Hún er staðsett í aðalanddyrinu á Sólvöllum og í mötuneytinu. Salan hefst fljótlega upp úr kl. 8.00.