Munum kaffisöluna hjá 10. bekk 13. nóvember

Þriðjudaginn 13. nóvember, á foreldradaginn, standa nemendur 10. bekkjar fyrir veitingasölu í Vallaskóla. Hún er staðsett í aðalanddyrinu á Sólvöllum og í mötuneytinu. Salan hefst fljótlega upp úr kl. 8.00. Í boði verða rjúkandi vöfflur, girnilegar skúffukökur og rjúkandi kakó. 

Við hvetjum alla til að gefa sér smá tíma til að staldra við með börnunum sínum, setjast niður og njóta notalegrar samveru í skólanum og fagna annaskiptum um leið og við styrkjum útskriftarnemana okkar.

Einnig verða til sölu Selfoss-bolir sem 10. bekkur er að selja í fjáröflunarskyni. Verð: Stutterma á 1500 kr. en síðerma á 1700 kr.

Við tökum vel á móti ykkur!

Nemendur í 10. bekk og ferðanefnd foreldra.

(Vinsamlegast athugið! Við getum einungis tekið við greiðslu í reiðufé).