Fréttasafn

Fréttir frá Vallaskóla

21. febrúar 2013 Af hverju er gott að drekka vatn?

21. febrúar 2013

Kæru foreldrar/forráðamenn Hér fáið þið nokkra punkta um af hverju við eigum að velja vatn til drykkjar umfram aðrar drykkjarvörur. Af hverju er gott að drekka vatn? Stærstur hluti mannslíkamans er vatn en nægilegt magn vökva er nauðsynlegt til að …

21. febrúar 2013 Af hverju er gott að drekka vatn? Lesa meira »

Lesa Meira>>

Foreldradagur/viðtöl

20. febrúar 2013

Foreldraviðtöl og afhending einkunna á vetrarönn fara fram í dag hjá umsjónarkennurum – sjá að öðru leyti fundarboð frá þeim. Minnum á veitingasölu ferðanefndar foreldra nemenda í 10. bekk til styrktar útskriftarferðinni í vor.

Lesa Meira>>

Starfsdagur

19. febrúar 2013

Nú undirbúa starfsmenn skólans annaskil og foreldraviðtöl á morgun. Nemendur eru í fríi í dag.

Lesa Meira>>

Langar þig í vöfflu með rjóma?

15. febrúar 2013

FJÁRÖFLUN vegna útskriftarferðar nemenda í 10. bekk á FORELDRADEGINUM miðvikudaginn 20. febrúar næstkomandi. Ilmandi skúffukökur og rjúkandi kakó á boðstólum ásamt SELFOSS – bolum á gjafverði. – Ferðanefnd foreldra.

Lesa Meira>>

Starfskynningar í 10. bekk

15. febrúar 2013

Starfskynningar í 10. bekk fara fram 13. og 14. mars. 15. mars skila nemendur svo af sér skýrslu um starfskynningarnar.

Lesa Meira>>

Rósaball

14. febrúar 2013

NEVA, Nemendafélag Vallaskóla, mun halda Rósaball 14. febrúar fyrir nemendur í 8.-10. bekk – Austurrýminu á Sólvöllum. Rósaballið er ólíkt öðrum böllum að því leyti að dansfélagi hvers og eins þátttakanda verður dreginn út fyrir fyrsta dans kvöldsins. Nemendur fá …

Rósaball Lesa meira »

Lesa Meira>>

Furðuföt og lífsgleði

14. febrúar 2013

Öskudagur var haldinn hátíðilegur í Vallaskóla og á Bifröst – skólavistun. Margir nemendur og starfsmenn skólans komu í búningum eða í öðru dulargervi. Nemendur á yngsta stigi voru þó duglegust allra enda komu flest þeirra í búningum.

Lesa Meira>>

Öskudagur

13. febrúar 2013

Félagsmiðstöðin Zelsiuz býður upp á öskudagsskemmtanir fyrir krakka í 1.-7. bekk. Skemmtun fyrir krakka í 1.-4. bekk Herlegheitin byrja kl. 13:15 og lýkur skemmtuninni kl. 14:30. Meðal þess sem verður í boði eru leikir í umsjón unglinga úr Zelsiuz, fjörug …

Öskudagur Lesa meira »

Lesa Meira>>

Rósaball NEVA

12. febrúar 2013

NEVA, Nemendafélag Vallaskóla, mun halda Rósaball 14. febrúar fyrir nemendur í 8.-10. bekk – Austurrýminu á Sólvöllum.

Lesa Meira>>

Bolludagur

11. febrúar 2013

Bolludagurinn er í dag. Nemendur í 10. bekk verða með bollusölu fyrir nemendur í 8.-10. bekk. Er það liður í fjáröflun þeirra vegna skólaferðalagsins í vor. Bollurnar eru svo auðvitað á sanngjörnu bolludagsverði. Vatnsdeigsbolla með súkkulaði kostar einungis 150 kall. …

Bolludagur Lesa meira »

Lesa Meira>>

Netfréttabréf forvarnahóps Árborgar nr. 1

11. febrúar 2013

Netfréttabréf 1. tbl.

Lesa Meira>>

Undirbúningur fyrir Skólahreysti

8. febrúar 2013

Föstudaginn 8.febrúar verður undankeppni fyrir Skólahreysti. Nemendur í 9. og 10.bekk, sem vilja taka þátt í Skólahreysti mæta í íþróttahúsið kl:12.20 og taka þátt í undankeppninni. Valið verður í lið Vallaskóla eftir þessa undankeppni.

Lesa Meira>>