Lausar stöður í Vallaskóla og hjá Skólaþjónustu Árborgar

Aðstoðarskólastjóri og talmeinafræðingur

Fræðslusvið auglýsir lausar til umsóknar tvær stöður, þ.e. stöðu aðstoðarskólastjóra í Vallaskóla á Selfossi og stöðu talmeinafræðings hjá skólaþjónustu Árborgar. Við leitum að metnaðarfullum einstaklingum með brennandi áhuga á starfi í skólum. Í sveitarfélaginu er unnið að styrkingu heildstæðrar nærþjónustu við börn, foreldra og skóla. Lögð er áhersla á faglega forystu í anda lærdómssamfélagsins, snemmtæka íhlutun, samstarf skóla og stofnana um umbótastarf og þróun úrræða fyrir börn.  Í Sveitarfélaginu Árborg búa rúmlega 9 þúsund íbúar, þar af um 2000 börn í fimm leikskólum og þremur grunnskólum. Í Vallaskóla eru um 585 nemendur í 1.-10. bekk. Virðing, þekking og lífsgleði eru einkunnarorð skólans.

Aðstoðarskólastjóri Vallaskóla

Meginverkefni:

  • Staðgengill skólastjóra
  • Vinnur ásamt samstarfsfólki að framþróun í skólastarfi og stefnumótun
  • Vinnur ásamt öðrum skólastjórnendum að daglegri stjórnun skólans og skipulagningu skólastarfsins

Menntun og færnikröfur:

  • Grunnskólakennararéttindi áskilin.
  • Menntun og reynsla í stjórnun æskileg
  • Forystu- og stjórnunarhæfileikar
  • Mikil hæfni í mannlegum samskiptum
  • Skipulagshæfileikar
  • Frumkvæði í starfi

Vegna námsleyfis skólastjóra veitir fræðslustjóri upplýsingar um starfið. Ráðning er frá og með 1. ágúst 2018.

 

Talmeinafræðingur hjá skólaþjónustu

Ráðning frá 1. ágúst 2018 eða eftir samkomulagi, bæði hvað varðar starfshlutfall og upphaf ráðningar.

Helstu verkefni og menntunarkröfur

Verkefni á sviði talmeina- og málþroskavanda hjá börnum, meðal annars vinna við skimanir, málþroskagreiningar, ráðgjöf, fræðslu og talþjálfun. Samstarf við annað starfsfólk skólaþjónustu, kennara, nemendur og foreldra. Jafnframt við fleiri talmeina­fræðinga í Árborg sem sinna talþjálfun barna. Við leitum að talmeinafræðingi sem býr yfir góðri hæfni í mannlegum samskiptum, reynslu og menntun sem nýtist í starfi.

Upplýsingar veitir Þorsteinn Hjartarson, fræðslustjóri, sími 480-1900, 852-3918 og thorsteinnhj@arborg.is.  Áhugasamir geta sent tölvupóst á skolathjonusta@arborg.is eða póst á fræðslusvið Árborgar, Austurvegi 2, 800 Selfoss. Umsóknarfrestur er til 6. apríl 2018.  Starfið hæfir jafnt körlum sem konum. Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningum viðkomandi stéttarfélags og Launanefndar sveitarfélaga.