Pangea stærðfræðikeppnin

23 nemendur 9. bekkjar og átta nemendur 8. bekkjar í Vallaskóla náðu að komast í aðra umferð í Pangea stærðfræðikeppninni.

Mynd tekin af: www.pangea-maths.com

Keppnisfyrirkomulagið er með þeim hætti að nemendur fá send verkefni sem þau eiga að leysa án nokkurra hjálpargagna og kemst um helmingur nemenda áfram í aðra umferð.  Þeir sem standa sig best í annarri umferð komast síðan alla leið í úrslitakeppnina.

Keppnin fer fram í 17 löndum og er meginmarkmið keppninnar að hvetja þátttakendur áfram og ýta undir áhuga grunnskólanemenda á stærðfræði og raunvísindum.

Mynd: Vallaskóli 2018 (SAG).
Mynd: Vallaskóli 2018 (SAG).
Mynd: Vallaskóli 2018 (SAG).