Fundargerð skólaráðs 28. mars 2012

Fundur í Skólaráði Vallaskóla 28. mars 2012 og hefst kl. 17.00.

Mætt eru: Guðbjartur Ólason– sem stýrir fundi, Jón Özur Snorrason, Hrönn Bjarnadóttir, Guðrún Eylín Magnúsdóttir, Helga Einarsdóttir, Svanfríður K. Guðmundsdóttir og Halldóra Íris Magnúsdóttir. Aðrir boðuðu forföll.

1) Viðmið um vettvangsferðir nemenda: Blað lagt fram. Guðbjartur fylgir málinu úr hlaði, með hliðsjón af meðfylgjandi blaði.

2) Skóladagatal Vallaskóla 2012-2013: Guðbjartur leggur fram skóladagatal næsta skólaárs og fjallar um einstaka liði þess. Umræða myndast einkum um vetrarfrísdaga og hvort þeir eigi yfirleitt rétt á sér. Tillaga að þemadagar verði færðir í lok janúar frá miðjum febrúar.

3) Breyting á tímaás Vallaskóla: Guðbjartur leggur þessa breytingu inn aðeins til kynningar. Meginástæðan fyrir þessum breytingum er sú að nemendur komist fyrr í félagsstarf. Um samræmda aðgerð allra skóla sveitarfélagsins er að ræða. Rökin eru að ná samfelldum skóladegi. Málið rætt frá ýmsum hliðum.

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 17.50.

Jón Özur, fundarritari.

Helga R. Einarsdóttir.

Svanfríður Guðmundsdóttir.

Hrönn Bjarnadóttir.