Fræðsluferð sérkennara

Frá upphafi Vallaskóla hafa þeir sem sinna sérkennslu í Vallaskóla í fullu starfi farið í fræðslu- og kynnisferðir einu sinni á ári.

Fimmtudaginn 10. mars var farið í heimsókn í Flóaskóla og Barnaskólann á Stokkseyri en þeir eiga það sameiginlegt að hafa tekið í notkun nýtt húsnæði á skólaárinu. Skólastjórar og sérkennarar tóku á móti okkur, sýndu okkur starfssvæðin og upplýstu okkur um starf þessara skóla.

Það var fróðlegt og skemmtilegt að skoða þessa nágrannaskóla.

Guðrún Þóranna Jónsdóttir deildarstjóri sérkennslu.