Europass ferilskrá kynnt fyrir 10. bekkingum

Í síðustu viku fengu 10. bekkingar kynningu á Europass-ferilskrám. Það var Dóra Stefánsdóttir frá Rannsóknarþjónustu Háskóla Íslands sem kom og kynnti fyrir nemendum hvernig má nálgast upplýsingar og gerð slíkra ferilskráa.

Hún kom færandi hendi því allir nemendur í 10. bekk fengu USB-lykil þar sem þau geta fyllt út sína ferilskrá og bætt við hana eftir þörfum.