Tilkynningar

Annaskipti í nóvember

Vallaskóla 15. nóvember 2013 Kæru foreldrar og forráðamenn. Annaskiptin eru framundan. Mánudaginn 18. nóvember er starfsdagur í Vallaskóla. Nemendur eru þá í fríi. Opið á skólavistun fyrir þá sem eru skráðir. Þriðjudaginn 19. nóvember er foreldradagur. Nemendur og forráðamenn þeirra koma þá til foreldraviðtals hjá umsjónarkennara. Farið verður yfir námsmat, námslega stöðu og líðan. Mætt …

Annaskipti í nóvember Lesa meira »

Við höfum gengið til góðs

Foreldrum í Vallaskóla er boðið að sækja málþing í Neskirkju og Hagaskóla föstudaginn 22. nóvember klukkan 9 – 16. Olweusaráætlunin gegn einelti „Við höfum gengið til góðs“ Opið málþing í Neskirkju og Hagaskóla 22. nóvember kl. 9-16 Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrir 18. nóvember. Olweusaráætlunin fagnar áratug á Íslandi. Við viljum líta yfir farinn veg og …

Við höfum gengið til góðs Lesa meira »

Haustfrí

Vallaskóla 16.10 2013 Ágætu foreldrar og forráðamenn.   Minnum á haustfrí föstudaginn 18. október til og með mánudagsins 21. október. Kennsla í Vallaskóla hefst aftur samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 22. október.  Ath. að það er einnig lokað á skólavistun.   Hafið það gott í fríinu. Með bestu kveðju, skólastjóri.  

Skólavistun vegna 4. október

Kæru foreldrar/forráðamenn Samkvæmt skóladagatali Vallaskóla verður haustþing kennara föstudaginn 4. október og því enginn skóli. Þann dag munum við hafa opið á skólavistun allan daginn, frá kl. 7:45 -17:15. Sækja þarf sérstaklega um vistun fyrir þennan dag. Því viljum við biðja ALLA foreldra að skila bréfi (sjá hlekk) til okkar, hringja, eða senda tölvupóst í …

Skólavistun vegna 4. október Lesa meira »

Starfsáætlun Vallaskóla

Starfsáætlun Vallaskóla fyrir skólaárið 2013-2014 er nú aðgengileg undir ,,Handraðinn“ hér til vinstri á síðunni. Í starfsáætlun er töluvert af nauðsynlegum upplýsingum og því hvetjum við foreldra að kynna sér efnið nánar.

Útileikfimi 23. ágúst – 6. september

Foreldrar eru minntir á að útileikfimi stendur yfir hjá nemendum tímabilið 23.8-6. september. Haga skal klæðnaði samkvæmt því. Sjá nánar í upplýsingariti sem sent var í Mentorpósti eða hér á heimasíðu undir ,,Fréttabréf“ (til hægri á forsíðu) og þar næst í ,,Foreldrabréf“.

Skólasetning 2013-2014

  Skólasetning verður fimmtudaginn 22. ágúst í íþróttasal Vallaskóla.   Nemendur yngsta stigs og foreldrar þeirra (1.-4. bekkur) mæta kl. 9.00. Nemendur miðstigs og foreldrar þeirra (5.-7. bekkur) mæta kl. 10.00. Nemendur efsta stigs og foreldrar þeirra (8.-10. bekkur) mæta kl. 11.00. Nemendur í 1. bekk og foreldrar þeirra verða boðaðir sérstaklega.   Hlökkum til að sjá ykkur. Starfsfólk Vallaskóla. …

Skólasetning 2013-2014 Lesa meira »

Allar bekkjamyndir tilbúnar

Nú eru bekkjamyndir í 10. bekk tilbúnar hjá Filmverki og minnt á að bekkjaljósmyndir af 1. og 5. bekk eru einnig tilbúnar. Foreldrar/forráðamenn eru beðnir um að nálgast myndirnar í Filmverki við Austurveg og greitt er fyrir myndirnar þar.

Frá Skólavistun

Nú þegar daginn er farið að lengja og gróðurinn farinn að taka við sér förum við á Skólavistun einnig að búa okkur undir sumarið. Hér eru nokkur atriði sem huga þarf að: Skólalok Síðasti skóladagurinn í Vallaskóla verður þriðjudaginn 4. júní. Starfsdagur í Vallaskóla 5. júní og svo fara skólaslit fram fimmtudaginn 6. júní. Nemendur …

Frá Skólavistun Lesa meira »