Fréttir

Við segjum nei við tóbaki!

Föstudaginn 25. mars var 7. LDS dreginn út hjá Lýðheilsustöð og fékk að launum gjafabréf til hvers nemanda í Skífunni. Bekkurinn er þátttakandi í verkefninu ,,Reyklaus bekkur” og voru fjórir bekkir dregnir út.

Uppfinningar og einkaleyfi

Fyrir stuttu fengum við í 3. bekk skemmtilega heimsókn frá Elfu Íshólm sem vinnur á Einkaleyfastofu. Hún kynnti fyrir okkur hugverk sem eru hugmyndir eða hönnun sem fólk á, til dæmis tónlist, bækur, vörumerki, nýtt útlit á síma eða uppfinning.

My Final Warning á lokakvöldið

Strákarnir í hljómsveitinni My Final Warning stóðu sig vel í undankeppni Músíktilrauna á þriðjudaginn. Þeir eru komnir áfram í keppninni eftir að dómnefnd kvöldsins valdi þá drengi til að spila á lokakvöldinu.

Forskráning í framhaldsskóla

Í morgun fengu nemendur í 10. bekk Vallaskóla kynningu á forskráningu í framhaldsskóla. Var kynningin í umsjá námsráðgjafa. Farið var yfir skráningarferlið á menntagatt.is og að síðustu fengu nemendur afhenta veflykla sína.

Úrslit í stærðfræðikeppni

Vallaskóli átti fjóra verðalaunahafa í Stærðfræðikeppni grunnskóla á Suðurlandi 2010-2011 sem haldin var í Fjölbrautaskóla Suðurlands fyrir stuttu. Afhending verðlauna fór fram á Skólaskrifstofu Suðurlands sl. föstudag.

Íþróttakeppni og vetrarfrí

Íþróttadagur var haldinn í dag í Vallaskóla. Þar var fyrirferðarmikil keppnin milli kennara og nemenda í 10. bekk en keppt var í nokkrum íþróttagreinum í íþróttasalnum á Sólvöllum. Bæði lið voru hvött dyggilega af nemendum uppi í stúku.

Öskudagsstund

Stutt er síðan að öskudagur var haldinn hátíðlegur. Hægt er að skoða myndir frá þessum degi í albúmi undir ,,Myndefni“.