Fréttir

Öðruvísi kennslustund

Fyrir jólin fengu nemendur í 8.-10. bekk heimsókn frá fyrrverandi nemanda skólans. Þetta var hann Egill Bjarnason en hann hélt fyrirlestur um samfélags- og landfræði, ásamt því að sýna myndir.

Verðlaunaafhending á Bessastöðum

Halldóra Íris Magnúsdóttir í 9. SHJ tók þátt í netratleik í tengslum við forvarnadaginn sem haldinn var 3. nóvember sl. Hún datt heldur betur í lukkupottinn þegar hún var dregin úr potti þátttakenda og vann Ipod Touch. Fór verðlaunaafhendingin fram á Bessastöðum 5. desember.

Þorgrímur Þráinsson

Þorgrímur Þráinsson kom í heimsókn og las upp úr tveimur bókum sínum fyrir nemendur í 3.-7. bekk. Nemendur kunnu vel að meta lesturinn og var Þorgrímur klappaður upp í lokin.

MCSveppz

MCSveppz hélt uppi föstudagsfjöri í anddyrinu á Sólvöllum sl. föstudag. Plötusnúðurinn heitir Sverrir Victorsson og honum til aðstoðar er Njáll Laugdal.