Gott silfur er gulli betra!

Fyrir ekki svo löngu síðan þá tóku fjórir nemendur í Vallaskóla þátt í hinni valinkunnu grunnskólakeppni – Skólahreysti.

Það voru þau:
Harpa Hlíf Guðjónsdóttir – Sérsvið: Armbeygjur/Fitnessgreip

Fjóla Dóra Sæmundsdóttir – Sérsvið: Hraðaþraut
Sævar Ingi Eiðsson – Sérsvið: Upphýfingar og dýfur
Elvar Örn Jónsson – Sérsvið: Hraðaþraut
Það var mikil keppni á milli Suðurlandsskólanna og Vallaskóli lenti í öðru sæti með 51 stig.
Fulltrúar okkar stóðu sig því mjög vel í keppninni og við erum afar stolt af okkar fólki.
 
Með íþróttakveðju.
Íþróttakennarar.