Öðruvísi kennslustund

Fyrir jólin fengu nemendur í 8.-10. bekk heimsókn frá fyrrverandi nemanda skólans. Þetta var hann Egill Bjarnason en hann hélt fyrirlestur um samfélags- og landfræði, ásamt því að sýna myndir.

Þrátt fyrir ungan aldur hefur Egill ferðast víða um heiminn. Hann hefur ennfremur tekið mikið af myndum á þessum ferðum sínum og því fengur fyrir nemendur unglingastigsins að fá landafræðifræðslu af þessum toga. Egill talaði ekki einungis um ferðir sínar heldur fór hann einnig yfir uppbyggingu ljósmynda og hvernig taka á góðar myndir.