Starfsdagur og haustþing kennara
Föstudaginn 7. október verður starfsdagur í Vallaskóla og haustþing kennara. Nemendur verða þá í fríi. Athygli skal vakin á því að kennslu lýkur kl. 12.40 fimmtudaginn 6. október vegna haustþings kennara.
Föstudaginn 7. október verður starfsdagur í Vallaskóla og haustþing kennara. Nemendur verða þá í fríi. Athygli skal vakin á því að kennslu lýkur kl. 12.40 fimmtudaginn 6. október vegna haustþings kennara.
Matseðill októbermánaðar er kominn á heimasíðu.
…segir á einu plakatinu sem nemendur í 4. GMS færðu nemendum í 9. MA. Þetta er hverju orði sannara og átti vel við daginn í dag, 30. september, en nemendur á yngsta stigi kynntu októberdyggð skólans, vinsemd, og skelltu sér í föstudagsfjör.
Þær Sirrý og Elín komu í heimsókn og færðu nemendum í 7. bekk Lestrardagbókina að gjöf.
Í tilefni af göngu- og hjólamánuði í september var haldinn reiðhjóladagur mánudaginn 30. september í 3.-5. bekk.
Stúlkur í 7. bekk munu fá HPV-bólusetningu gegn leghálskrabbameini 5. október 2011 hér í Vallaskóla.
Fyrir nokkru fengu nemendur í 1. og 2. bekk hann Ingvar lögregluþjón í heimsókn. Hann fór yfir helstu atriði hvað varðar endurskinsmerki, göngu til og frá skóla, hjálma og reiðhjólanotkun og margt fleira.
Miðvikudaginn 28. september nk. verður Jón Sigfússon frá Rannsókn og greiningu með kynningu á stöðu vímuefnaneyslu ungmenna í Árborg.
Vallaskóli býður upp á ókeypis hafragraut í frímínútum á hverjum morgni og er þetta þriðja árið sem það er gert.
Frá og með mánudeginum 12. september tekur innileikfimin við. Foreldrar eru því beðnir um að gæta vel að því að nemendur mæti með réttan útbúnað.