Fréttir

Brennómót

Síðasta skóladaginn sá nemendafélag Vallaskóla (NEVA) um brennómót á unglingastigi í íþróttasalnum á Sólvöllum. 

Tölvufíkn er alvörumál

Á dögunum fengum við hingað í Vallaskóla góða gesti, þrjá unga menn frá Höfn í Hornafirði, sautján-átján ára gamla, þá Halldór Karl Þórsson, Reyni Ásgeirsson og Þórð Ásgeirsson. Erindi þeirra var að fræða okkur, aðallega þó 7. bekk en líka kennara og foreldra, um fyrirbærið tölvuleikjafíkn.

5. bekkur og gróðursetningarferð

Gróðursetningarferð 5. bekkjar sem fyrirhuguð var á morgun, þriðjudaginn 24. maí, verður frestað um óákveðinn tíma vegna öskufallsins. Það er því hefðbundinn skóladagur hjá 5. bekk á morgun, þriðjudag.

Skólahald og öskufall

Í ljósi eldgossins í Grímsvötnum er gott að rifja upp verklagsreglur fræðslunefndar Sv. Árborgar um viðbrögð við öskufalli og áhrif þess á skólhald.