Val 10. bekkinga á námsbrautum í framhaldsskóla

Olga Sveinbjörnsdóttir, náms- og starfsráðgjafi í Vallaskóla, kynnti nýverið meistaraprófsritgerð sína Val 10. bekkinga á námsbrautum í framhaldsskóla – val, viðhorf og væntingar nemenda í ljósi búsetu.

Voru það samstarfsfélagar Olgu sem hlýddu á erindi hennar á samveru en þar fjallaði hún um rannsókn sína og helstu niðurstöður, sem verða að teljast markverðar þegar horft er til heimahéraðs.

Hægt er að nálgast ritgerðina á slóðinni: http://skemman.is/stream/get/1946/12786/31099/3/Olga_Sveinbjörnsdóttir.pdf