Samstarf við Zelsíuz

Í skólabyrjun fóru nemendur í 8. bekk í sérstaka heimsókn í félagsmiðstöðina sína, Zelsíuz. Var það liður í móttöku þeirra í unglingadeild Vallaskóla.

Boðið var upp á sérstaka dagskrá í um þrjá tíma, sem að mestu snérist um hópefli. Gunnar E. Sigurbjörnsson, forstöðumaður félagsmiðstöðvar og forvarnafulltrúi Árborgar, stjórnaði dagskránni af  miklum myndarbrag. Greinilegt var að krakkarnir skemmtu sér hið besta. M.a. var farið í leiki, bæði inni og úti, eins og sjá má af myndunum hér.

Á meðan helmingur nemenda í árganginum var í félagsmiðstöðinni þá var hinn helmingurinn í nemendasamningsviðtölum, sem snérist svo við daginn eftir.

Við bjóðum þessa nýju nemendur í unglingadeildinni hjartanlega velkomna.