Þemadagar
Þemadagar í Vallaskóla verða dagana 9. og 10. apríl (miðvikudag og fimmtudag) og þemað í ár kallast Listin í nærumhverfinu. Allir eru orðnir spenntir því nú munum við einblína á listagyðjuna og tengja hana sem mest við umhverfi skólans, eins og titill þemans ber með sér.






