Fréttir

Að næra sál og líkama

Aðalhátíð Stóru upplestrarkeppninnar á svæði Vallaskóla var haldin 7. mars sl. í Sunnulækjarskóla. Skólarnir sem tóku þátt utan Vallaskóla voru: Sunnulækjarskóli, Grunnskólinn í Þorlákshöfn, Grunnskólinn í Hveragerði og Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri. Skáld keppninnar að þessu sinni voru þau Friðrik Erlingsson og Þóra Jónsdóttir en keppnin er haldin í samstarfi við Raddir, sem eru …

Að næra sál og líkama Read More »

Vorönn hafin

Það fylgir annaskilunum og foreldradegi í febrúar að kíkja á Handverkssýningu Vallaskóla og fá sér köku og kakó.

Langar þig í vöfflu með rjóma?

FJÁRÖFLUN vegna útskriftarferðar nemenda í 10. bekk á FORELDRADEGINUM miðvikudaginn 20. febrúar næstkomandi. Ilmandi skúffukökur og rjúkandi kakó á boðstólum ásamt SELFOSS – bolum á gjafverði. – Ferðanefnd foreldra.

Furðuföt og lífsgleði

Öskudagur var haldinn hátíðilegur í Vallaskóla og á Bifröst – skólavistun. Margir nemendur og starfsmenn skólans komu í búningum eða í öðru dulargervi. Nemendur á yngsta stigi voru þó duglegust allra enda komu flest þeirra í búningum.

Rósaball NEVA

NEVA, Nemendafélag Vallaskóla, mun halda Rósaball 14. febrúar fyrir nemendur í 8.-10. bekk – Austurrýminu á Sólvöllum.