Þema á fallegum apríldegi

Þá er annar af tveimur þemadögum ársins á enda og það var nóg um að vera. Sjá myndir í myndalbúmi hér á vefnum.

Þema ársins er helgað Listinni í nærumhverfinu. Margt er í gangi í öllum árgöngum en gaman er að geta þess að við fengum til liðs við okkur nokkra listamenn til að vinna sérstaklega með nemendum í 9. og 10. bekk.

Þeir eru:

Rakel Sif Ragnarsdóttir – pappírslist

Laufey Ósk Magnúsdóttir – ljósmyndun

Davíð Art Sigurðsson – myndlist

Þór Sigmundsson – steinsmíðar

Axel Ingi Viðarsson – kvikmyndagerð

Tómas Guðmundsson – tónlist