Grunnskólamót í sundi

Vallaskóli sendi sveit í eldri hóp 8. – 10. bekk á Grunnskólamótið í sundi. Keppnin fór fram í Laugardalslaug 8. apríl sl. og var keppt í 8×25 metra boðsundi. Krakkarnir stóðu sig mjög vel og komust í 8 liða úrslit. Þau enduðu í 6. sæti. Keppendurnir voru: Kári Valgeirsson, Logi Jökulsson, Egill Snorrason, Þórir Pálsson, Harpa Svansdóttir, Þórunn Ösp Jónasdóttir, Harpa Jónþórsdóttir og Eydís Arna Birgisdóttir (nemendur í 9. og 10. bekk).