Fréttir

Vallajól

Nemendur í 7. BA og 7. MIM eru nú að vinna hópaverkefni tengt jólunum. Þau vinna verkefnið á Ipada og skila í lokinn sem heimasíðu en öll verkefnin verður hægt að sjá á heimasíðu Vallajóla.

Stóra upplestrarkeppnin

Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk var sett með viðeigandi athöfn 20. nóvember sl. Þar var Trausti Steinsson kennari, og þýðandi, með hugvekju um Jónas Hallgrímsson, en venjulega hefst keppnin á degi íslenskrar tungu sem er 16. nóvember, en það var laugardagur að þessu sinni. 

Eldhættur

Snorri Baldursson frá Brunavörnum Árnessýslu kom í heimsókn í 3. bekk núna í vikunni. Tilefnið er eldvarnarvika og fræddi hann nemendur um eldvarnir og eldhættur á heimililum.

Olweus í 10 ár

Frábært málþing, helgað Olweusaráætluninni á Íslandi, var haldið í dag föstudag, 22. nóvember. Yfir 90 þátttakendur mættu til leiks, þar á meðal tveir fulltrúar Vallaskóla, þeir Jónas Víðir Guðmundsson kennari og Þorvaldur H. Gunnarsson deildarstjóri eldri deildar. Vallaskóli hefur verið með í Olweusaráætluninni allt frá innleiðingu hennar fyrir 10 árum (frá skólaárinu 2002-2003).

Langar þig í vöfflu með rjóma?

Fjáröflun vegna útskriftarferðar nemenda í 10. bekk á foreldradeginum, á morgun – þriðjudaginn 19. nóvember. Að loknu foreldraviðtali er kjörið að setjast niður og fá sér hressingu. Veitingasalan fer fram í mötuneyti og anddyri.

8. nóvember og Eyþór Ingi

Þann 8. nóvember sl. var haldinn dagur gegn einelti um allt land. Í Vallaskóla voru bekkjarfundir í brennidepli á þessum degi en eins og allir vita þá skipa þeir stóran sess í Olweusaráætluninni gegn einelti.

Skákgjöf

Gunnar Egilsson og Sæunn Lúðvíksdóttir komu færandi hendi í Sunnulækjarskóla í morgun. Þau gáfu grunnskólum Árborgar 15 taflborð og taflmenn til að hvetja til aukinnar skákiðkunar í skólunum.

Gullin í grenndinni

Fyrir skemmstu fóru 6. GEM, 6. SKG, 2. GG og 2. GMS saman í skógarferð. Gengu nemendur ásamt kennurum sínum og stuðningsfulltrúum út í Vinaskóg.