Vöfflusala hjá 10. bekk

waflle

Um leið og við minnum á foreldraviðtölin á morgun, viljum við vekja athyggli á fjáröflun 10. bekkinga.

 

Vöfflusala hjá 10. bekkum Vallaskóla á foreldradegi á morgun. Nemendur í 10. bekk verða með vöfflusölu og kökubasar í skólanum (í anddyrinu á Sólvöllum og í mötuneytinu) þennan dag til styrktar skólaferðalagi sínu í vor. Styrkjum gott málefni og njótum veitinga um leið. Vinsamlegast athugið að einungis er tekið við reiðufé.