Bangsímon og félagar í ,,Litla leikhúsinu" – Vallaskóla

Leiklistarval 9. bekkjar mun sýna leikrit um ævintýri Bangsímons næstkomandi mánudag, 14. maí. Áætlað er að allir nemendur í 1. til 5. bekk fái að bera sýninguna augum. Stífar æfingar hafa farið fram síðastliðnar vikur og er nú loks allt að smella saman enda þarf að huga að mörgu þegar kemur að því að skemmta ungum börnum. Þar má nefna búninga, sviðsmynd, leikmuni, andlitsmálningu, hljóðbrellur, o.s.frv. Allt er að að verða klárt og leikhópurinn því tilbúinn.

Það er Leifur Viðarsson kennari sem leikstýrir Litla leikhúsinu með myndarbrag.

Sýningatímarnir eru kl. 08:50, 09:50, 10:50 og 11:50 mánudaginn 14. maí næstkomandi og er foreldrum og forráðamönnum, ásamt systkinum (yngri eða eldri), að sjálfsögðu velkomið að mæta á þeim tíma sem þeim hentar. Sýningartími er um 30 mínútur og von á skemmtilegri upplifun í litla leikhúsinu okkar í Vallaskóla sem nú er í kjallaranum (gengið er inn frá aðalanddyri).