Leiksýning

Leiklistarval 10. bekkjar hefur síðustu daga verið að sýna verkið Last Friday Night (Síðasta föstudagskvöld). Verkið er frumsamið af nemendum sjálfum og byggt á lagi eftir söngkonuna Katy Perry sem ber sama nafn og leikritið.

 Fimmtudagskvöldið 10. maí verður lokasýning en sú sýning er opin öllum. Sýningin er í kjallaranum í Vallaskóla og hefst klukkan 20:15 og er öllum velkomið að mæta. Gengið er inn Sólvallameginn á sama stað og farið er upp í stúku á íþróttaviðburði. 10. bekkur hvetur allt áhugafólk um leikhús að koma og sjá, sýningin er rúmlega 30 mínútna löng.

Miðaverði er stillt í hóf.