Móðurmálið okkar
Dagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur í dag, þann 16. nóvember. Dagskrá var í öllum bekkjum.
Dagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur í dag, þann 16. nóvember. Dagskrá var í öllum bekkjum.
Kæru foreldrar/forráðamenn. Aðalfundur Hugvaka, foreldrafélags Vallaskóla verður haldinn fimmtudaginn 15. nóvember kl. 17.00-18.00. Fundurinn verður haldinn í Austurrýminu á Sólvöllum. Molakaffi. Dagskrá: 1. Kosning stjórnar. 2. Önnur mál. Skólastjóri.
Aðalfundur Hugvaka, foreldrafélags Vallaskóla Read More »
Ný stjórn foreldrafélags Vallaskóla, Hugvaka, var mynduð í dag á aðalfundi félagsins, fimmtudaginn 15. nóvember.
Ný stjórn foreldrafélagsins Hugvaka Read More »
Í dag, þriðjudaginn 13. nóvember, er komið að foreldraviðtölum á haustönn. Nemendur og forráðamenn þeirra mæta til viðtals hjá umsjónarkennara. Umsjónarkennarar gefa út lista yfir tímasetningar viðtala. Ath. að ferðanefnd 10. bekkjar verður með veitingasölu í dag. Vinsamlega styrkið útskriftarnemana okkar og væntanlegt útskriftarferðalag þeirra í vor.
Mánudaginn 12. nóvember er starfsdagur í Vallaskóla. Verið er að undirbúa annaskipti. Frí hjá nemendum í dag.
Þau mistök urðu að röng dagsetning varð á vetrarleyfi eftir áramót í Vallaskóla við birtingu skóladagatalsins. Vetrarleyfið eftir áramót verður mánudaginn 25. febrúar og þriðjudaginn 26. febrúar en ekki 28. febrúar og 1. mars eins og því miður misritaðist. Þetta leiðréttist hér með um leið og beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Búið er að
Breytingar á skóladagatali Read More »
Þriðjudaginn 13. nóvember, á foreldradaginn, standa nemendur 10. bekkjar fyrir veitingasölu í Vallaskóla. Hún er staðsett í aðalanddyrinu á Sólvöllum og í mötuneytinu. Salan hefst fljótlega upp úr kl. 8.00.
Munum kaffisöluna hjá 10. bekk 13. nóvember Read More »
8. nóvember er helgaður baráttunni gegn einelti. Þetta er í annað sinn sem verkefnisstjórn átaksins hvetur þjóðina til baráttu gegn einelti og tók Vallaskóli þátt með því að mynda kærleikskeðju innanhúss.
Kærleikskeðjan og umburðarlyndi Read More »
Dagurinn í dag, 8. nóvember, er helgaður baráttu gegn einelti. Um er að ræða landsátak og að sjálfsögðu eiga allir að taka þátt og sameinast í verki. Í Vallaskóla ætlum við að mynda kærleikskeðju innanhúss þannig að allir í skólanum taka þátt. Á heimasíðu menntamálaráðuneytisins má m.a. lesa: ,,Verkefnastjórn um aðgerðir gegn einelti hefur ákveðið
Landsátak gegn einelti Read More »