thorvaldur

Innileikfimi

Frá og með mánudeginum 12. september tekur innileikfimin við. Foreldrar eru því beðnir um að gæta vel að því að nemendur mæti með réttan útbúnað.

Foreldrakynningar – miðstig

Miðstigið (5., 6. og 7. bekkur) verður með foreldrakynningu föstudaginn 9. september kl. 8.10-9.30. Foreldrar mæti í Austurrýmið kl. 8.10 þar sem starfsfólk skólans tekur á móti foreldrum. Eftir stutt upphafserindi fylgjaforeldrar umsjónarkennurum inn í stofur.Gengið er inn Engjavegsmegin. Nemendur (fyrir utan nemendur í 5. og 7. bekk sem fara í verkgreinar þennan morguninn) eru heima þessa fyrstu tvo tíma og mæta svo kl. 9.30-9.50 (í löngu frímínútum). Hafragrautur er afgreiddur skv. tímatöflu.

Foreldrakynningar – efsta stig

Efsta stigið (8., 9. og 10. bekkur) verður með foreldrakynningu fimmtudaginn 8. september kl. 8.10-9.30. Foreldrar mæti í Austurrýmið kl. 8.10 þar sem starfsfólk skólans tekur á móti foreldrum. Eftir stutt upphafserindi fylgja foreldrar umsjónarkennurum inn í stofur. Gengið er inn Engjavegsmegin. Nemendur eru heima á meðan og mæta kl. 9.30-9.50 (í löngu frímínútum). Hafragrautur er afgreiddur skv. tímatöflu.

Dagur læsis

Í dag, 8. september, er alþjóðlegur dagur læsis. Á alþjóðlegum degi læsis eru ungir og aldnir lesendur vefsíðu Vallaskóla hvattir til að gera sér dagamun og leggja sérstaka áherslu á lestur.

Foreldrakynning – yngsta stig

Yngsta stig 2., 3. og 4. bekkur verður með foreldrakynningu miðvikudaginn 7. september frá kl. 8.10-9.30. Foreldrar mæti í Austurrýmið kl. 8.10 þar sem starfsfólk tekur á móti foreldrum. Gengið er inn Engjavegsmegin. Eftir það fara foreldrar í stofur með umsjónarkennurum. Tekið verður á móti nemendum 2.-4. bekk á skólavistun og þar munu stuðningsfulltrúar sjá um þau á meðan foreldrarnir eru á kynningarfundinum.

1. bekkur verður með sérstakt kynningarkvöld og verða forráðamenn boðaðir á það sérstaklega.

Göngum í skólann

Vallaskóli hefur ákveðið að taka þátt í Göngum í skólann, verkefni á vegum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Landlæknisembættisins, mennta- og menningar-málaráðuneytisins, Ríkislögreglustjóra, Umferðarstofu, Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og Heimilis og skóla.