Umhverfisvaktin komin af stað

Þá er Umhverfisvakt Vallaskóla komin af stað og hér er þessi góða mynd af 6. MK í blíðunni fyrir stuttu.Umhverfisvaktina skipar hver bekkur í skólanum. Hver og einn bekkur fær úthlutað einni viku þar sem nemendur sjá um ruslatínslu á skólalóð undir stjórn umsjónarkennara. Þar með taka nemendur sameiginlega ábyrgð á umhverfi sínu um leið og þeir njóta útivistar.