Hagir og líðan

Miðvikudaginn 28. september nk. verður Jón Sigfússon frá Rannsókn og greiningu með kynningu á stöðu vímuefnaneyslu ungmenna í Árborg.

Efni fyrirlestrarins er unnið upp úr skýrslum Rannsóknar og Greiningar um vímuefnaneyslu og hagi og líðan ungmenna sem m.a. eru gerðar fyrir Sveitarfélagið Árborg á hverju ári.

Efni fyrirlestrarins er unnið upp úr skýrslum Rannsóknar og Greiningar um vímuefnaneyslu og hagi og líðan ungmenna sem m.a. eru gerðar fyrir Sveitarfélagið Árborg á hverju ári.

Fyrirlesturinn fer fram í Fjallasal Sunnulækjarskóla miðvikudaginn 28. september nk. og hefst kl. 20:00.

Foreldrar, forráðamenn og aðrir áhugasamir hvattir til að mæta.

Aðgerðahópur um forvarnir í Sveitarfélaginu Árborg

Heimasíða Rannsóknar og greiningar

Rannsókn og greining hefur staðið að rannsóknum á líðan og högum íslenskra ungmenna frá árinu 1992.

Það borgar sig aldrei að smakka eða prófa
Þess má geta að Jón greindi kennurum Vallaskóla frá niðurstöðum könnunarinnar á starfsmannafundi nú fyrir stuttu.

Það þarf kannski ekki að koma á óvart en í niðurstöðunum er mikil fylgni á milli þess að prófa eða smakka vímugjafa einhvern tíma og hefja svo neyslu á efninu síðar. Þetta þurfum við, sem að uppeldismálum koma, einatt að hafa í huga.