thorvaldur

List og lyst

Nýlega héldu nemendur í 9. bekkjar matreiðsluvali nokkurs konar hönnunarveislu þar sem viðfangsefnið var að elda hollan og góðan mat sem væri listilega framreiddur. 

Starfskynningar í 10. bekk

Starfskynningar í 10. bekk Starfskynningar í 10. bekk hefjast í dag. Þær standa yfir í þrjá daga, þ.e. til og með 23. mars.Nemendur hafa nú þegar fengið allar upplýsingar. Hægt er að nálgast vinnugögn hér á heimasíðunni undir ,,Eyðublöð“, þurfi einhver á því að halda.

Vallaskóli kominn í undanúrslit!

Spurningalið Vallaskóla, skipað þeim Halldóru Írisi, Hrafnhildi og Guðrúnu í 10. GG, hafa tryggt sér sæti í undanúrslitum Spurningakeppni Grunnskólanna með 17-13 sigri á Egilsstöðum í 8 liða úrslitum. Keppnin fór fram núna í kvöld.

Ógnanir og tækifæri Internetsins

Foreldrafélögin í Árborg standa fyrir fyrirlestri um tölvu- og netnotkun barna nk. þriðjudag 20. mars, kl. 20.00-21.15, í Sunnulækjarskóla. Foreldrar. Nú eiga allir að mæta. Ógnanir og tækifæri internetsins

Svæðiskeppni upplestrarhátíðar

Aðalkeppni Stóru upplestrarkeppninnar á Suðurlandi (keppni 1 – vesturhluti Árnessýslu) var haldin í Vallaskóla 13. mars sl. Fulltrúar Vallaskóla stóðu sig frábærlega en Þórunn Ösp Jónasdóttir í 7. DE hlaut 1. sæti keppninnar. Aðrir fulltrúar Vallaskóla voru þau Stella Björt Jóhannesdóttir og Páll Dagur Bergsson.

NEVA Fundur 2. febrúar 2012

NEVA fundur 2. febrúar 2012. 14:00. Mætt. Halldóra, Kári, Elfar, Alexander, Karen, Guðbjartur, Þóra, Már, Þorvaldur. Esther og Andrea voru fjarverandi. Þorvaldur kíkti á fund og fór yfir fjármál NEVA og ræddi um mögulegar breytingar á Galaballi/árshátíð og þá um leið hugsanlegu lokahófi 10. bekkjar. Ball/diskótek fyrir yngsta stig 15 febrúar. 1-4 bekkur frá 16:00-17:30 …

NEVA Fundur 2. febrúar 2012 Lesa meira »

Skólaþing – forráðamenn

Í dag verður foreldrasamkoma Skólaþings Vallaskóla. Foreldrar! Takið kvöldið frá.


Foreldraþingið fer fram kl. 19:00-20.15. Þá mæta foreldar á skólaþing og taka þátt í samskonar vinnu og nemendur. Mæting er í Austurrýminu á Sólvöllum – gengið er inn Engjavegsmegin.

Skólaþingið er tilvalinn vettvangur fyrir þá sem hafa áhuga á starfi skólans og vilja hafa áhrif á framgang mála.

Fyrirkomulag þingsins verður í anda Þjóðfundarins sem haldinn var árið 2010 í Laugardagshöll.