Sigurður Halldór Jesson

Eldri borgarar í heimsókn

Föstudaginn 14. nóvember komu eldri borgarar í heimsókn til okkar þar sem dagur  íslenskrar tungu var handan við hornið. Heimsóttu þeir nemendur yngri deildar og lásu textabrot og smásögur við mikla gleði. Fleiri myndir á Facebook síðu Vallaskóla.

Lesið í leikskólanum

Nemendur í 6. bekk heimsóttu leikskólann Álfheima í dag. Þar settust þeir niður með leikskólakrökkunum og lásu fyrir þá. Ekki var annað að sjá en almenn ánægja væri með þetta framtak. Í lokin fengu allir notið upplestur frá skáldi í sal Álfheima. Fleiri myndir má sjá á Facebook síðu Vallaskóla.

Annaskipti í nóvember

Annaskiptin eru framundan.   Mánudaginn 17. nóvember er starfsdagur í Vallaskóla. Nemendur eru þá í fríi. Opið á skólavistun fyrir þá sem eru skráðir.   Þriðjudaginn 18. nóvember er foreldradagur. Nemendur og forráðamenn þeirra koma þá til foreldraviðtals hjá umsjónarkennara. Farið verður yfir námsmat, námslega stöðu og líðan. Mætt er skv. viðtalsyfirliti umsjónarkennara. Opið á …

Annaskipti í nóvember Read More »

Loftboltaáskorun

Kennarar skoruð á nemendur 10. bekkjar í svo köluðum loftbolta í síðasta tíma fyrir hádegi í dag. Ekki er að spyrja að því að kennarar rótburstuðu nemendur enda algjörir sérfræðingar í þessari íþrótt.   Fleiri myndir á Facebooksíðu Vallaskóla.

Skopparakringlukeppni

  Krakkarnir í 6. bekk hafa undanfarna smíðatíma verið að dunda sér við að búa til skopparakringlur. Í dag var afrakstur erfiðisins prófaður og haldin árleg skopparakringlukeppni. Almenn ánægja var með gæði skopparakringlanna og þegar upp var staðið voru allir sigurvegarar.