Úrvinnslusóttkví, 2. og 4. bekkur

Kæru fjölskyldur barna í 2. og 4. bekk Vallaskóla.

Okkur þykir leitt að tilkynna að grunur er um COVID-19 smit hjá tveimur börnum, annars vegar í 2. bekk og hins vegar í 4. bekk skólans. Athugið að enn er ekki um staðfest smit að ræða.

Til að gæta fyllsta öryggis og varúðar eru foreldrar og forráðamenn barna í 2. og 4. bekk vinsamlega beðin/n að halda þeim heima í úrvinnslusóttkví (allt að tveir dagar) á meðan unnið er að frekari smitrakningu í skólanum.

Áríðandi! Allt heimilisfólk er einnig beðið um að vera heima á meðan úrvinnslusóttkví stendur. Nánari upplýsingar verða sendar út um leið og þær liggja fyrir.

Þið getið að sjálfsögðu leitað til okkar ef eitthvað er óljóst eða viljið koma einhverju á framfæri.

Kær kveðja,
Guðbjartur Ólason
vallaskoli@vallaskoli.is – Sími 849-5837