Nýjustu fréttir af úrvinnslusóttkví í lok dags

Komiði sæl kæru fjölskyldur nemenda í Vallaskóla (bréfið var sent í tölvupósti á Mentor).

Þegar þetta er ritað höfum við ekki enn fengið staðfestingu á því að þeir nemendur sem grunur lék á að væru smitaðir af Covid-19 í Vallaskóla hafi greinst jákvæðir. Því er ljóst að einhverjar raskanir verða á hefðbundu skólastarfi á morgun, miðvikudaginn 21. apríl.
Greinist nemendurnir hins vegar jákvæðir gæti komið til þess að skólanum verði lokað. Því biðjum við ykkur að fylgjast vel með tölvupósti og öðrum upplýsingum frá skólanum í kvöld eða snemma í fyrramálið.

Skóladagurinn á morgun verður því með eftirfarandi hætti:

8.-10. bekkur: Kennt skv. stundaskrá til kl.10:30 en svo fellur kennsla niður. Mötuneyti lokað.

5.-6. bekkur: Kennt skv. stundaskrá til kl. 12:10. Matarhlé er kl. 12:10 í mötuneyti skólans. Kennsla fellur niður frá kl. 12:40.

7. bekkur: Kennt skv. stundaskrá til kl. 11:40. Matarhlé er frá kl. 11:40-12:00 í mötuneyti skólans. Kennsla fellur svo niður og nemendur sendir heim.

4. bekkur: Úrvinnslusóttkví.

3. bekkur: Kennt skv. stundaskrá. Matarhlé á venjulegum tíma en börnin fá matinn afgreiddan inn í stofur.

2. bekkur: Úrvinnslusóttkví.

1. bekkur: Kennt skv. stundaskrá. Matarhlé á venjulegum tíma en börnin fá matinn afgreiddan inn í stofur.

Þrátt fyrir óvissu og óþægindi gekk skóladagurinn í dag betur en við þorðum að vona. Þar kemur til þrautseigja og áræðni okkar góða starfsfólks sem lagði sig í líma við að láta þetta ganga. Nemendur eiga líka skilið rós í hnappagatið. Við viljum heldur ekki láta hjá líða að þakka ykkur foreldrum góða samvinnu og velvild.

Við bendum á að frí verður á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 22. apríl.

Skólahald föstudaginn 23. apríl ræðst af framvindunni. Nánar um það í stöðuuppfærslu á morgun eða í síðasta lagi á fimmtudaginn.

Með von um að þetta fari allt vel.

Með kærri kveðju.

Starfsfólk Vallaskóla.