Samr.k.próf – 10. b./ísl
Dagsetningar samræmdra prófa í haustið 2011:
10. bekkur
Mánudagurinn 19. september: Íslenska kl. 9.00-12.00. Mæting kl. 8.45 í Austurrýminu (ekki seinna).
10. bekkur – bréf Vallaskóla til nemenda og foreldra
www.namsmat.is – allt um samræmd könnunarpróf.
Ekkert jafnast á við hafragraut
Vallaskóli býður upp á ókeypis hafragraut í frímínútum á hverjum morgni og er þetta þriðja árið sem það er gert.
Innileikfimi
Frá og með mánudeginum 12. september tekur innileikfimin við. Foreldrar eru því beðnir um að gæta vel að því að nemendur mæti með réttan útbúnað.
Foreldrakynningar – miðstig
Miðstigið (5., 6. og 7. bekkur) verður með foreldrakynningu föstudaginn 9. september kl. 8.10-9.30. Foreldrar mæti í Austurrýmið kl. 8.10 þar sem starfsfólk skólans tekur á móti foreldrum. Eftir stutt upphafserindi fylgjaforeldrar umsjónarkennurum inn í stofur.Gengið er inn Engjavegsmegin. Nemendur (fyrir utan nemendur í 5. og 7. bekk sem fara í verkgreinar þennan morguninn) eru heima þessa fyrstu tvo tíma og mæta svo kl. 9.30-9.50 (í löngu frímínútum). Hafragrautur er afgreiddur skv. tímatöflu.
Foreldrakynningar – efsta stig
Efsta stigið (8., 9. og 10. bekkur) verður með foreldrakynningu fimmtudaginn 8. september kl. 8.10-9.30. Foreldrar mæti í Austurrýmið kl. 8.10 þar sem starfsfólk skólans tekur á móti foreldrum. Eftir stutt upphafserindi fylgja foreldrar umsjónarkennurum inn í stofur. Gengið er inn Engjavegsmegin. Nemendur eru heima á meðan og mæta kl. 9.30-9.50 (í löngu frímínútum). Hafragrautur er afgreiddur skv. tímatöflu.