Töframaður í heimsókn
Einar Mikael töframaður kom nýlega í heimsókn til okkar í skólann og sýndi nemendum 1.-7. bekkjar nokkur töfrabrögð.
Úrslit á upplestrarhátíð
Innanhússupplestrarhátíð Vallaskóla, sem er hluti af þátttöku skólans í Stóru upplestrarkeppninni, fór fram miðvikudaginn 7. mars.
Frá nemendum í 10. bekk
Næstu daga munu nemendur í 10. bekk Vallaskóla ganga í hús á Selfossi og selja penna til styrktar Félagi heyrnarlausra. Einnig verða þau með pennana til sölu í nokkrum verslunum á Selfossi.
Upplestrarhátíð
Í dag verður haldin innanhússkeppni Vallaskóla í Stóru upplestrarkeppninni. Þá munu 9 fulltrúar nemenda úr 7. bekkjunum lesa upp sögu og ljóð. Þrír nemendur munu þá komast áfram í lokakeppnina á svæði Árborgar 13. mars nk. Hátíðin fer fram í Austurrýminu.
Kennsla eftir vetrarfrí
Mánudagurinn 5. mars – kennsla eftir vetrarfrí. Nemendur í 1.-7. bekk mæta aftur í skólann skv. stundaskrá.Nemendur á efsta stigi, 8.-10. bekk, mæta kl. 9.50 (fyrstu tveir tímarnir falla niður). Hafragrautur verður afgreiddur í löngu frímínútum skv. venju.