Starfskynningar í 10. bekk
Starfskynningar í 10. bekk Starfskynningar í 10. bekk hefjast í dag. Þær standa yfir í þrjá daga, þ.e. til og með 23. mars.Nemendur hafa nú þegar fengið allar upplýsingar. Hægt er að nálgast vinnugögn hér á heimasíðunni undir ,,Eyðublöð“, þurfi einhver á því að halda.
Tóbaksvarnir – fræðsla
Í dag fengu nemendur í 7. og 9. bekk fræðslu um tóbaksvarnir. Það var Jóhanna S. Kristjánsdóttir hjá Lýðheilsustöð sem stóð fyrir fræðslunni.
Vallaskóli kominn í undanúrslit!
Spurningalið Vallaskóla, skipað þeim Halldóru Írisi, Hrafnhildi og Guðrúnu í 10. GG, hafa tryggt sér sæti í undanúrslitum Spurningakeppni Grunnskólanna með 17-13 sigri á Egilsstöðum í 8 liða úrslitum. Keppnin fór fram núna í kvöld.
Ógnanir og tækifæri Internetsins
Foreldrafélögin í Árborg standa fyrir fyrirlestri um tölvu- og netnotkun barna nk. þriðjudag 20. mars, kl. 20.00-21.15, í Sunnulækjarskóla. Foreldrar. Nú eiga allir að mæta. Ógnanir og tækifæri internetsins
Svæðiskeppni upplestrarhátíðar
Aðalkeppni Stóru upplestrarkeppninnar á Suðurlandi (keppni 1 – vesturhluti Árnessýslu) var haldin í Vallaskóla 13. mars sl. Fulltrúar Vallaskóla stóðu sig frábærlega en Þórunn Ösp Jónasdóttir í 7. DE hlaut 1. sæti keppninnar. Aðrir fulltrúar Vallaskóla voru þau Stella Björt Jóhannesdóttir og Páll Dagur Bergsson.